UM okkur

Um trampolin.is

Trampólín.is býður upp á trampólín og varahluti fyrir trampólín. Fyrirtækið byrjaði að selja trampólín sumarið 2013 og höfum við selt í kringum 3.000 trampólín. Við höfum alltaf haldið okkur við sama framleiðanda og bjóðum alltaf upp á sömu trampólínin og erum því ekki að eltast við ódýrustu verðin hverju sinni. Kosturinn við að kaupa trampólín hjá okkur er sá að við eigum til alla varahluti, allt frá öryggisneti til lítillar skrúfu þannig ef eitthvað skemmist þá eigum við það til. Viðskiptavinir okkar hafa flestir verið gríðarlega ánægðir með okkur hjá trampólín.is enda veitum við frábæra þjónustu og vitum allt um trampólín.  Öll okkar sala fer í gegnum vefverslun okkar og við keyrum allar sendingar yfir 20.000 krónur endurgjaldslaust upp að dyrum innan höfuðborgarsvæðisins. Við keyrum út alla þriðjudaga og föstudaga, hægt er að fá trampólín samdægurs ef pantað er fyrir klukkan 12:00 sama dag og við keyrum út.  Einnig reynum við koma á móts við viðskiptavini okkar utan höfuðborgarsvæðisins eins mikið og hægt er og finna með þeim ódýrasta sendingar möguleika hverju sinni.

Shopping Cart